Fara á efnissvæði
IS EN PL
Lrvk
Fréttir | 20.02.2021

Fyrirliðinn með þrennu gegn ÍBV

Leiknir 4 - 1 ÍBV
1-0 Sævar Atli Magnússon
2-0 Bjarki Aðalsteinsson
3-0 Sævar Atli Magnússon
4-0 Sævar Atli Magnússon
4-1 Leikmaður ÍBV

Sævar Atli fyrirliði skoraði þrennu í virkilega flottum 4-1 sigri gegn Eyjamönnum í Lengjubikarnum. Öll mörk okkar manna komu í fyrri hálfleiknum.

Sævar braut ísinn eftir að hafa unnið boltann með góðri pressu og fengið stoðsendingu frá Dylan. Bjarki bætti svo við mark frá fjærstönginni þegar hann spyrnti boltanum inn eftir sendingu frá Danna Finns.

Annað mark Sævars og þriðja mark Leiknis var skallamark eftir fyrirgjöf frá Arnóri Inga og fyrirliðinn innsiglaði þrennuna eftir að hafa haft betur í baráttu við varnarmanna ÍBV. Gestirnir skoruðu sárabótamark í seinni hálfleik.

Emil Berger kom inn í seinni hálfleik og spilaði sinn fyrsta mótsleik fyrir Leikni.

Leikurinn var sýndur beint á Leiknir TV og er hægt að nálgast upptöku af honum hérna.

Hér má sjá skýrslu leiksins af heimasíðu KSÍ

Næsti leikur Leiknis verður á Domusnova-gervigrasinu sunnudaginn 28. febrúar, eftir rúma viku, gegn Fjölni. Líkur eru á að þá verði búið að aflétta áhorfendabanninu.