Fara á efnissvæði
IS EN PL
Viktorbjarki
Fréttir | 02.05.2022

Fyrsta markið og stigið kom í Eyjum

Meistaraflokkur karla heimsótti Vestmannaeyjar í blíðskaparveðri í gær og tryggði sér fyrsta stig sumarsins í hörkuleik. Fyrsta mark sumarsins leit dagsins ljós einnig og var þar að verki Arnór Ingi Kristinsson.

Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru til fyrirmyndar og þeir Leiknismenn sem gerðu sér ferð til Eyja nutu sólarinnar um allan bæ fyrir og eftir leik. Bæði liðin voru án stiga fyrir leikinn og því mikið undir báðum megin á vellinum. 

Heimamenn tóku forrystuna á 26.mínútu með merki frá Andra Rúnari Bjarnasyni en okkar menn svöruðu þremur mínútum síðar. Af einhverjum ástæðum ætla yfirvöld að skrá mark Arnórs sem sjálfsmark á Eið Aron í vörninni en skotið var allan daginn á leiðinni á rammann þó að það hafi tekið góða beygju af varnarmanninum. 

Leikurinn einkenndist af nokkurri spennu og hefðu mörkin getað orðið fleiri á báða bófa en niðurstaðan er þó sú að bæði lið deila stigunum og geta byrjað að safna enn fleiri stigum í næstu umferðum. 

Næsti leikur Leiknis er heimaleikur gegn Íslands- og Bikarmeisturum Víkings á sunnudaginn næstkomandi. Það veitir ekki af myndarlegum stuðningi í það verkefni. Sjáumst á Domusnovavellinum. 

Skýrsla fotboltinet af leiknum

Skýrsla mbl.is af leiknum

Skýrsla visir.is af leiknum