Fara á efnissvæði
IS EN PL
Fagn
Fréttir | 21.07.2021

Geggjuð liðsframmistaða gegn Stjörnunni

Leiknir 2 - 0 Stjarnan
1-0 Sævar Atli Magnússon ('7)
2-0 Hjalti Sigurðsson ('26)

Leiknisliðið tengdi saman tvo sigurleiki og vann sinn þriðja leik af síðustu fjórum þegar sannfærandi og sanngjarn sigur vannst gegn Stjörnunni úr Garðabæ á mánudag.

Leiknisliðið skoraði tvívegis í fyrri hálfleik og í þeim seinni var í raun lítil hætta á ferðum. Allt liðið lék virkilega vel sem ein heild og það var gaman að sjá.

Okkar menn eru á flottu skriði, liðið hefur leikið þrettán leiki og situr í sjötta sætinu. Hér má sjá leikjaplan og stöðu af vef KSÍ.

Hér má sjá skýrslu leiksins af Fótbolta.net

Hér er viðtal við Sigga Höskulds og hér er viðtal við Hjalta sem skoraði annað mark Leiknis með skalla eftir frábæra fyrirgjöf frá Emil Berger.

Smelltu hér til að sjá mörkin af Vísi