Fara á efnissvæði
IS EN PL
295231090 3022982017950479 4240427096217412974 N
Fréttir | 26.07.2022

Gothiacup ferð 2. og 4.flokks Leiknis

2. og 4.flokkur Leiknis fóru á Gothiacup í Svíþjóð á dögunum ásamt þjálfurum sínum Eyþóri, Nemanja og Hreini og gerðu þar frábært mót⚽️
2.flokkur vann sinn riðill með fullt hús stiga með markatöluna 14-0, mættu svo liði frá Frakklandi í 32 liða úrslitum þar sem Leiknir sigruðu 1-0 og markmaðurinn okkar varði víti. Við tók leikur við Onsala frá Svíþjóð í 16 liða en Onsala vann þann leik því miður m.a. vegna meiðsla okkar liðsmanna sem spiluðu frábærlega allt mótið👏⚽️
4.fl vann sinn riðil með 3 sigra og eitt tap með markatöluna 11-3, mættu Svíum í 64 liða úrslitum og unnu þar 3-0 og áttu frábæran leik. Liðið tapaði síðan i 32 liða úrslitum 3-1, leikmenn þurftu að spila i gegnum meiðsli og mikla þreytu vegna manneklu en stóðu sig dúndur vel!⚽️👊
Ferðin í heild gekk mjög vel enda úrvalsfylgdarlið bæði þjálfara og fararstjóra og þökkum við þeim fyrir gott utanumhald og stórskemmtilega ferð sem skilur eftir sig ófáar góðar minningar hjá leikmönnum 😀🙏👏