Fara á efnissvæði
IS EN PL
Photo 16.5.2021, 21 03 22
Fréttir | 13.01.2023

Gyrðir Hrafn kveður Breiðholtið

Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hefur yfirgefið Leikni eftir að samningur hans rann út um áramótin. Leikmaðurinn hefur ákveðið að róa á önnur mið eftir 4 ár í röndum Stoltsins.

Gyrðir kom til félagsins frá KR vorið 2019 og setti strax skemmtilegan svip á liðið bæði innan sem utan vallar. Með honum frá Vesturbæjarstórveldinu komu þeir Hjalti Sigurðsson og Stefán Árni Geirsson en Gyrðir var sá eini þeirra sem var ekki lánsmaður á þeim tíma. Gyrðir sinnti ýmsum hlutverkum inni á vellinum, miðverði, afturliggjandi miðjumaður og svo hægri bakvörður. 

Gyrðir spilaði 86 leiki í bikar og deild fyrir félagið og skoraði í þeim 7 mörk. 

Í kveðjuskyni vildi Gyrðir kasta kveðju á félagið og stuðningsmenn þess: 

"Að loknu tímabili í fyrra þá rann samningurinn minn út við Leikni og hef ég tekið góðan tíma í að skoða mín mál og tala við mitt fólk og hugsa næstu skref. Ég hef tekið þá ákvörðun að róa á önnur mið.

Ég vil þakka Leiknisfölskyldunni fyrir frábær 4 ár i Breiðholtinu. Þakka móttökurnar og stuðninginn sem ég hef fengið hjá ykkur í gengum árin.

Leiknir mun alltaf eiga stóran sess i hjarta mínu og mun ég alltaf verða Leiknismaður.
Bestu kveðjur í Ghettóið,
Gyrðir Hrafn"


Íþróttafélagið Leiknir þakkar Gyrði fyrir samveruna síðustu 4 ár og hans framlag til félagsins á sama tíma og við óskum honum góðs gengis með nýjar áskoranir. 

#StoltBreiðholts