Fara á efnissvæði
IS EN PL
Inshot 20220727 203128126
Fréttir | 27.07.2022

Hasar á gluggadegi

Í gærkvöld lokaði hinn alræmdi leikmannagluggi á íslenska markaðinum. Leiknir er ekki félag sem er þekkt fyrir að hafa sig mikið frammi á þeim degi en í gær var skemmtileg undantekning á því og það má búast við frekari fréttum á næstunni. 

Maciej Makuszewski ævintýrið tók enda í gær þegar tilkynnt var um að þessi fyrrum landsliðsmaður Póllands var leystur undan samningi af fjölskylduástæðum. Hann heldur heim til Póllands og þó að árangurinn inni á vellinum hafi ekki verið eins glimmrandi og vonir stóðu til var Maciej alltaf mikill heiðursmaður á sínum stutta tíma hjá félaginu og við óskum honum og fjölskyldu hans að sjálfsögðu alls hins besta í heimalandinu. Dziekuje i do widzenia Maciej!

Arnór Ingi Kristinsson fór svo á Hlíðarenda í gær en þessi 21 árs bakvörður var búinn að spila í öllum deildarleikjum sumarsins hingað til. Í heild spilaði Arnór 46 leiki í deild og bikar með meistaraflokki Leiknis á þessum tveimur og hálfum árum. Við óskum honum góðs gengis með gömlum félaga, Guy Smit hjá Valsmönnum. 

Flæðið var ekki bara í aðra áttina heldur inn kom lánsmaður úr efstu hillu. Hægri bakvörðurinn Adam Örn Arnarson kom á láni frá Breiðablik út leiktímabilið. Kappinn er 26 ára og kom fyrir þetta tímabil aftur til Blika úr 8 ára atvinnumennsku en hefur fengið takmörkuð tækifæri í sumar í geysiöflugu Kópavogsliðinu þar sem fyrirliðinn var fyrir framan hann í goggunarröðinni. Miklar vonir eru bundnar við innkomu Adams og grípur hann gamla treyjunúmer Maciej #7 sem er óvenjulegt fyrir bakvörð en er ef til vill smá innsýn í það hvernig leikmaðurinn verður notaður í liðinu. Velkominn til Leiknis Adam Örn! 

Von er á öðrum leikmanni í viðbót en það er óhappa að ræða slíkt fyrr en viðkomandi er mættur á svæðið í æfingagallann svo greint fyrir frá í á næstu dögum ef allt gengur eftir. 

#StoltBreiðholts