Fara á efnissvæði
IS EN PL
Himmi
Fréttir | 29.04.2021

Hefjum leik gegn Stjörnunni á laugardag

Pepsi Max-deildin er að fara af stað en fyrsti leikur okkar Leiknismanna verður gegn Stjörnunni í Garðabæ á laugardagskvöld klukkan 19:15. Ekki amalegt að byrja gegn Hilmari Árna Halldórssyni og félögum. Hilmar lék með okkur síðast þegar við vorum í deild þeirra bestu en á myndinni hér að ofan má sjá hann í eldlínunni það tímabil.

Því miður fá stuðningsmenn Leiknis afar fáa miða á leikinn í Garðabæ en stjórn félagsins hefur ákveðið að þeir miðar verði settir í hendur stuðningsmanna sem láta vel í sér heyra.

Leikurinn verður annars sýndur í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport! Áfram Leiknir.

laugardagur 1. maí
19:15 Stjarnan-Leiknir (Samsungvöllurinn)