Fara á efnissvæði
IS EN PL
Emil (1)
Fréttir | 18.07.2021

Heimaleikur gegn Stjörnunni á mánudag

Stuðið í Pepsi Max heldur áfram. Leiknir - Stjarnan hefst 19:15 á mánudagskvöld, 19. júlí.

Leiknisheimilið verður opið frá 18 með drykkjum, gleði og borgurum. Höldum áfram að styðja okkar lið til góðra verka á Domusnova-vellinum.

Um er að ræða leik í 13. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Þegar liðin áttust við í fyrstu umferð deildarinnar í Garðabæ enduðu leikar 0-0 í spennandi leik.

Danni Finns verður ekki með í leiknum þar sem hann tekur út leikbann, rétt eins og Hlynur Helgi Arngrímsson aðstoðarþjálfari sem fékk að líta rauða spjaldið í síðasta leik.

Hér má sjá leikinn sem viðburð á Facebook