Fara á efnissvæði
IS EN PL
325614019 1251115382102092 7446487005221397991 N
Fréttir | 17.01.2023

Herrakvöld Leiknis og Efri

50 ára afmælisár félagsins er gengið í garð og spennandi tímar framundan. Við ætlum að byrja það með því að fagna á nýja veitingastaðnum í hverfinu okkar, Efri í Drafnarfelli 18 þar sem Herrakvöld Leiknis verður haldið þann 28.janúar. Það verður glæsileg dagskrá með þjálfara og leikmenn meistaraflokks í broddi fylkingar og miðaverðinu er stillt í mikið hóf með dyggum stuðningi herranna á Efri.

Innifalið í miðaverðinu er matur, fyrsti drykkur, viskísmakk og öll skemmtidagskrá kvöldsins. Heiðar Austmann verður veislustjóri kvöldsins en við fáum innilit nokkurra vel valinna gesta og svo verður tækifæri til að ræða plön nýja þjálfarans og hvernig hópurinn kemur undan vetri. 

Það er takmarkaður fjöldi miða í boði á þessu verði, svo skráið ykkur strax til að fá þá á þessu kostaverði. Fyrstir koma, fyrstir fá. 

Skráning hér!

#StoltBreiðholts