Fara á efnissvæði
IS EN PL
409373624 452925193723850 5410743343729376512 N (1)
Fréttir | 21.12.2023

Hjalti Sig framlengir við Leikni

Hjalti Sigurðsson hefur framlengt samningi sínum við Leikni út næsta ár. Kappinn fór til náms og afreka á knattspyrnuvellinum hjá Dayton háskólanum í Ohio undir lok síðasta sumars og það ævintýri heldur áfram. En þessi gæðadrengur vill hvergi annars staðar spila þegar hann er á klakanum og fögnum við því að geta notið krafta hans þegar þeir bjóðast enda hæfileikabúnt í öllum stöðum á vellinum!