Fara á efnissvæði
IS EN PL
Kortid
Fréttir | 23.02.2021

Hliðin opnuð | Fjölnir mætir á sunnudag

Eftir flottan sigur gegn ÍBV í Lengjubikarnum er komið að því að leika gegn Fjölni næsta sunnudag, 28. febrúar, klukkan 14:00 á gervigrasvelli okkar.

Búið er að aflétta áhorfendabanninu en þó gilda ákveðnar reglur svo hægt sé að taka á móti áhorfendum og ljóst að gæta þarf vel að fjarlægð og sóttvörnum.

Áhorfendur þurfa að vera með grímur, gæta 2 metra reglunnar og fara ekki milli hólfa.

Leiknisfólk gengur inn um inngang við Fellaskóla og er á hólnum og við hann. Aðkomufólk fer inn um bílahlið rétt við World Class.

Sun 28. feb 14:00: Leiknir - Fjölnir (Domusnovavöllurinn)
Lau 6. mars 14:00: Fylkir - Leiknir (Würth völlurinn)
Föst 12. mars 19:00: Leiknir - Þróttur (Domusnovavöllurinn)