Fara á efnissvæði
IS EN PL
397586531 343110738399150 1732147571614772868 N
Fréttir | 10.11.2023

Hvatningarverðlaun Sævars Atla Magnússonar afhent í fyrsta skipti

Daði Sigurjónsson hlaut Sævarsbikarinn á uppskeruhátíð yngri flokka Leiknis nú á dögunum.

Þetta er í fyrsta sinn sem bikarinn er veittur og er hann hvatningarverðlaun Sævars Atla Magnússonar, leikmanns með meiru sem allt Leiknisfólk þekkir af góðu einu en hann leikur nú með Lyngby í Danmörku. 

Daði er alltaf boðinn og búinn að hjálpa til í kringum klúbbinn, hvort sem það er að sinna dómgæslu eða gæslustörfum á heimaleikjum. Hann þjálfar í yngri flokkum félagsins og stendur sig með miklum sóma, alltaf tilbúinn að læra og hefur staðið sig frábærlega í þeim verkefnum sem honum hafa verið falin. 

Hann hefur sýnt mikla seiglu í að sigrast á mótlæti, t.a.m. meðislum og síðast en ekki síst hugsar hann mjög vel um liðsfélaga sína og hefur gott og jákvætt viðmót sem stuðlar að góðri liðsheild. 

Til hamingju með árangurinn Daði! 

 

#StoltBreiðholts