Fara á efnissvæði
IS EN PL
Grmja
Fréttir | 29.10.2022

ÍBV 1-0 Leiknir

Bestu deildinni lauk að sinni hjá okkur Leiknismönnum með tapi í Eyjum, 1-0, í dag. Botnsæti umspilsins er því raunveruleiki félagsins og höldum við aftur í röð þeirra næstbestu að ári í Lengjudeildinni.

Það var fátt um fína drætti í leiknum eins og sagan hefur verið í þessari fyrstu úrslitakeppni Íslandsmótsins og markið sem skildi á milli var klafsmark eftir langt útspark heimamanna sem varnarmenn okkar áttu í vandræðum með að hreinsa frá á lokamínútunum. 

Við dveljum stutt við að velta okkur upp úr því og horfum bjartsýnum augum á framtíðina í deild þar sem hægt verður að þróa unga leikmenn og leikstíl sem skemmtir hverfinu á næstu árum. 

#StoltBreiðholts