Fara á efnissvæði
IS EN PL
20220805 190834
Fréttir | 17.05.2023

ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ LEIKNIR 50 ÁRA

Kæra Leiknisfólk nær og fjær. Til hamingju með daginn. Félagið okkar fyllir í dag 50 árin.

Á lítilli samkomu í Leiknishúsi var nokkrum af helstu hetjum í sögu félagsins veitt Gull- og Silfurheiðursmerki KSÍ við mikinn fögnuð enda er félagið okkar ekki beinlínis þekkt fyrir að klappa sjálfu sér á bakið heldur hefur fólkið sem er drifkrafturinn í starfi þess einbeitt sér að því að láta dæmið ganga upp innan vallar og í umgjörðinni kringum iðkendur fyrst og fremst.

Það þótti þó við hæfi á hálfrar aldar afmæli félagsins að staldra við og gefa þessu eðalfólki sem félagið hefði ekki getað verið án, lof í lófa með hjálp Knattspyrnusambands Íslands. Þetta var skemmtileg stund og verður gert grein fyrir öllum sem hlutu þessa viðurkenningu á næstunni hér á síðunni. 

#StoltBreiðholts