Fara á efnissvæði
IS EN PL
Karanskrifar
Fréttir | 10.05.2023

Karan skrifar undir

Hinn 15 ára Karan Gurung hefur skrifað undir samning við Leikni til ársins 2025. Hann er einn mest spennandi leikmaðurinn í uppeldisstarfi félagsins og því mikið gleðiefni fyrir allt Leiknisfólk að festa okkar mann í 111 á þessum tímapunkti.

Karan hefur verið viðriðinn Meistaraflokk síðan í fyrra en spilar enn meirihluta leikja sinna í yngri flokkum. Hann hefur verið valinn í Reykjavíkurúrvalið og U-15 ára landsliðsverkefni síðasta árið. 

Karan fór á reynslu til AIK í Svíþjóð í fyrra og hittum við hann á spjalli af því tilefni: 

#StoltBreiðholts

Eldri fréttir af Karan: 

Karan í U-15 ára hópnum 

Tveir í Reykjavíkurúrvalinu

Karan á reynslu hjá AIK