Fara á efnissvæði
IS EN PL
Manga
Fréttir | 30.03.2021

Kólumbíumaður spilar með Leikni

Kólumbíumaðurinn Manga Escobar mætti til Íslands nýlega og hefur lokið sóttkví hér á landi. Þessi 29 ára leikmaður á leiki að baki fyrir U20 ára landslið Kólumbíu og mun spila með Leikni í sumar.

Manga hefur víða komið við á sínum ferli en hann hóf feril sinn í Deportivo Cali áður en Dynamo Kiev frá Úkraínu keypti leikmanninn. Hann hefur meðal annars spilað fyrir Vasco da Gama á ferli sínum.

Manga verður formlega kynntur á næstu dögum en Fótbolti.net birti á dögunum grein um Suður-Ameríku braginn sem er að myndast hjá Leikni. Þá grein má nálgast með því að smella hérna.