Fara á efnissvæði
IS EN PL
Photo 1.5.2021, 21 13 27
Fréttir | 03.05.2021

Komnir á blað eftir fyrsta leik

Stjarnan 0-0 Leiknir
1. umferð Pepsi Max-deildarinnar

Veislan er farin af stað og Leiknir gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn Stjörnunni í 1. umferð. Þó leikurinn hafi verið markalaus var hann alls ekki tíðindalaus.

Guy Smit var valinn maður leiksins en hann varði mark okkar afskaplega vel. Við fengum einnig okkar færi og áttum möguleika á að taka öll stigin þrjú úr leiknum.

Byrjunarlið Leiknis: Guy (m); Arnór, Binni, Bjarki, Dagur; Árni, Daði, Emil; Danni, Manga, Sævar (f). (Komu af bekknum: Ernir, Sólon og Gyrðir)

Það verður að hrósa þeim Leiknisljónum sem fengu miða á leikinn. Þvílíkur stuðningur!

Hér má nálgast skýrslu leiksins (Fótbolti.net)

Viðtal við Sigga Höskulds eftir leik