Fara á efnissvæði
IS EN PL
Photo 19.4.2023, 18 01 21
Fréttir | 26.09.2023

Kosning á Leikmönnum ársins 2023

Hin árlega kosning á Besta Leikmanni sumarsins og þeim efnilegasta er hafin fyrir 2023.

Árlega velja stuðningsmenn þá bestu í aðdraganda lokahófs og í ár er kosningin sérstaklega spennandi þar sem hópurinn var jafn og skemmtilegur og því erfitt að spá fyrir um niðurstöðuna. Að venju er reglan eitt atkvæði per stuðningsmann og mun ritstjórn miskunarlaust eyða út atkvæðum sem virðast vera tvítekin eða augljós smölun virðist vera í gangi. Vinsamlegast virðið það. 

Þeir leikmenn sem komu við sögu í 10 leikjum eða fleiri í sumar koma til greina í Besti Leikmaður og þeir sem eru fæddir 2003 eða síðar koma til greina sem sá Efnilegasti. 

Nú er bara um að gera að smella hér og láta sína rödd telja. Það tekur bókstaflega 1 mínútu.