Fara á efnissvæði
IS EN PL
IMG 7211
Fréttir | 02.06.2023

Landsbankinn og Leiknir - Betri saman

Íþróttafélagið Leiknir og Landsbankinn undirrituðu í dag samning til þriggja ára. Stuðningur Landsbankans við Leikni er í takt við slagorð bankans: Betri saman! Í því felst að létta undir með Leikni fjárhagslega til að efla afreksstarf félagsins og ná til iðkenda í hverfinu sem eru af mörgum þjóðernum.

Oscar Clausen formaður Leiknis: ,,Félagið okkar hefur miklum skyldum að gegna í Breiðholti ekki síst vegna þeirra áskorana sem fjölþjóðlegur bakgrunnur íbúa færir okkur. Til þess að sinna þessum skyldum þarf Leiknir stuðning og það er mikilvæg viðurkenning að Landsbankinn sýni okkur samstöðu í verki.”

Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samfélagssviðs Landsbankans, segir: „Landsbankinn styður við íþrótta- og æskulýðsstarf um allt land með margvíslegum hætti og það er í takt við okkar áherslur að styðja gott starf Leiknis í Breiðholti. Íþróttir hafa ótvírætt forvarnargildi, þær tengja íbúana saman og stuðla að betra samfélagi.“ 

#StoltBreiðholts