Fara á efnissvæði
IS EN PL
Thoruti2024
Fréttir | 22.06.2024

Langþráður Leiknissigur

Þór 1:2 Leiknir

VÍS völlurinn á Akureyri, laugardaginn 22. júní 2024.

8. umferð í Lengjudeildinni. Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson.

Mörk Leiknis:

58' - Omar Sowe

87' - Shkelzen Veseli

 

Leiknisstrákarnir okkar sýndu mikinn karakter og baráttuvilja þegar þeir lönduðu góðum 3 stigum gegn Þór fyrir norðan. Ólafur Hrannar Kristjánsson stýrði liðinu sem aðalþjálfari í þessum leik. Shkelzen Veseli skoraði sigurmark Leiknis og var að skora í öðrum leiknum í röð. Næsta verkefni Leiknis er heimaleikur gegn Þrótti á miðvikudagskvöld.

Fyrri hálfleikurinn fyrir norðan var fullur af baráttu en markalaus. Patryk þurfti að fara af velli vegna meiðsla í fyrri hálfleik. Leiknismenn áttu álitlegar skyndisóknir og nýttu það vopn áfram í seinni hálfleik. Fyrsta mark leiksins kom einmitt úr einni slíkri þegar Jón Hrafn brunaði með boltann upp völlinn og fann Omar Sowe í teignum sem skoraði gott mark. 

Á 79. mínútu fengu heimamenn víti sem Birkir Heimisson skoraði úr með skoti í slá og inn. Sitt hvorum megin við vítið skoruðu Þórsarar tvö mörk sem bæði voru dæmd af vegna rangstöðu.

Leiknir hélt áfram að nýta skyndisóknirnar vel og skoruðu sigurmarkið líka úr skyndisókn. Á 87. mínútu kom sigurmarkið þegar Aron Einarsson fékk boltann á góðu svæði, fann Omar Sowe í flottu hlaupi upp kantinn. Omar átti fyrirgjöf sem varnarmaður Þórs náði ekki að hreinsa og fann Shkelzen Veseli á fjærstönginni sem hafði tekið frábæran sprett upp allan völlinn, tók á móti boltanum og setti hann í markið framhjá markverði Þórs. Verulega vel gert hjá Leikni og liðið náði að klára leikið með góðum varnarleik og taka þrjú stig með sér í rútuna heim í Breiðholtið.

 

Leikurinn í heild á YouTube-síðu Lengjudeildarinnar

Umfjöllun um leikinn á Fótbolti.net

Umfjöllun um leikinn á Akureyri.net

Viðtal við Ólaf Hrannar um leikinn

Viðtal við Ólaf Hrannar um þjálfarastöðuna

Viðtal við Shkelzen Veseli

 

Byrjunarlið Leiknis gegn Þór:

1 - Viktor Freyr Sigurðsson

4 - Patryk Hryniewicki

5 - Daði Bærings Halldórsson (fyrirliði)

6 - Andi Hoti

7 - Róbert Quental Árnason

10 - Shkelzen Veseli

19 - Jón Hrafn Barkarson

20 - Hjalti Sigurðsson

23 - Arnór Ingi Kristinsson

44 - Aron Einarsson

67 - Omar Sowe

 

Varamenn:

92 - Sigurður Gunnar Jónsson (inn á 38' fyrir Patryk)

22 - Þorsteinn Emil Jónsson (inn á 64' fyrir Jón Hrafn)

18 - Marko Sivkovic (inn á 90'+2 fyrir Arnór Inga)

 

Mynd: Þórir Þórisson