Fara á efnissvæði
IS EN PL
Leiiknir
Fréttir | 28.06.2021

Leikdagur með upphitun frá klukkan 16!

LEIKDAGUR! Og enginn smá leikdagur!

Leiknir og Víkingur mætast í kvöld klukkan 19:15 en nú eru engar takmarkanir og við ætlum að halda upp á það með alvöru dagskrá í Leiknisheimilinu.

Húsið opnar 16:00 með gleðistund og EM leik Spánar gegn Króatíu á stóra skjánum.
Svo verður sérstakt Leiknis Quiz eftir þann leik (18:00) og Hlynur Helgi aðstoðarþjálfari heimsækir mannskapinn fyrir leik til að ræða málin og svara spurningum.

Kaldir drykkir og grillaðir hamborgarar! Mætið og takið vini og félaga með ykkur!