Fara á efnissvæði
IS EN PL
Photo 4.9.2022, 15 55 41 (1)
Fréttir | 04.09.2022

Leiknir 0-0 FH

Fallbaráttuliðin tvö deildu með sér stigunum í dag þrátt fyrir að lærisveinar Eiðs Smára Guðjohnsen hafi fengið tvær vítaspyrnur til að klára leikinn.

Seinni spyrnuna varði Viktor Freyr á lokasekúndum leiksins og því má augljóslega eigna honum stigið að mestu. Leikurinn var að öðru leyti bragðdaufur og vonbrigði að sjá okkar menn ekki taka frumkvæðið og sækja til sigurs. 

Næsti leikur er í miðri viku gegn Íslandsmeisturum Víkings í Víkinni. Það verður þungur róður en miði er möguleiki. Sjáumst þar. 

#StoltBreiðholts