 
			Leiknir 1-2 Fram
Enn bíðum við eftir fyrsta sigri sumarsins í Bestu deildinni eftir heimsókn Framara í kvöld sem tóku með sér öll stigin í Safamýrina. 
Strákarnir okkar náðu þó að skora en þar var á ferðinni Emil Berger eftir undirbúning Maciej. Það var jöfnunarmark á 64. mínútu en 8 mínútum síðar kom sigurmark gestanna. 
Það vantaði ekki færin til að klára leikinn okkar megin en menn eru ekki nógu beittir þegar markið öskrar á okkur.
Næsta tækifæri til að næla í 3 stig kemur á laugardaginn næstkomandi þegar KR-ingar taka við okkur á Meistaravöllum. Sjáumst þar! 
Skýrsla fotbolti.net 
#StoltBreiðholts