Fara á efnissvæði
IS EN PL
Dalugge
Fréttir | 08.08.2022

LEIKNIR 1-2 Keflavík

Það var skýjað og vindasamt á Domusnovavellinum í kvöld, svo ekki sé sagt að það var ringing í loftinu líka. Í stuttu máli þá tapaðist leikurinn í þokkabót á lokamínútunum eftir mikla baráttu í seinni hálfleik.

Það var ljóst í upphafi leiks að okkar menn hafa lent í tveimur vondum skellum í röð því menn voru ragir og gáfu frumkvæðið til Suðurnesjaliðsins í uppafi. Eftir nokkur næstumþví augnablik náðu menn þó vopnum sínum en því miður skoruðu gestirnir einfalt skallamark í uppbótartíma eftir fyrirgjöf frá gömlum Leiknismanni, Nacho Heras. 

Okkar menn spiluðu sig inn í leikinn í þeim seinni og uppskáru flott mark frá Zean Peetz Dalugge á 61. mínútu. Þessi lánsmaður frá Lyngby kom mjög ferskur í fremstu víglínu og hafði ógnað töluvert og látið finna fyrir sér þegar þar var komið við sögu. Hann slúttaði af fagmennsku og ljóst að Freysi og félagar í kóngsins Köben eru ekki að senda okkur einhverja meiðslahrúgu sem er ekki klár í slaginn. Hann verður ógn út tímabilið ef hann heldur áfram svona. 

Síðasta hálftímann reyndu okkar menn að skapa og skora en baráttan var í algleymingi en í uppbótartíma varð skelfilegt klúður til þess að Keflvíkingar fengu sigurmarkið á silfurfati og því sitjum við öll á blautum velli með sárt ennið enn eina ferðina. 

Það er fullt til að byggja á eftir þennan leik og mikil gulrót að mæta skemmtilegum Frömurum á þeirra nýja heimavelli að viku liðinni. Þeir eru ósigraðir þar og því til mikils að vinna með að láta finna fyrir sér og spilla veislunni sem þeirra tímabil hefur verið hingað til. 

Viðtal .net við Sigga eftir leik. 

Skýrsla mbl.is 

Skýrsla visir.is og viðtal við Zean Peetz Dalugge

 

#StoltBreiðholts