Fara á efnissvæði
IS EN PL
325398948 1318007215409725 4453233649146288514 N
Fréttir | 12.01.2023

Leiknir 1-4 Fram

Fyrsti leikurinn í Reykjavíkurmótinu þetta árið fór fram á Domusnovavellinum í kvöld. Leikum lauk með 1-4 sigri gestanna frá Úlfarsárdalnum í Fram.

Þjálfarateymið okkar er að púsla hópnum saman eftir vonbrigði síðasta sumars og það voru ýmis jákvæð teikn á lofti í kvöld þó að úrslitin hafi ekki verið hagstæð. Þar má nefna að hinn bráðefnilegi Karan Gurung spilaði sinn fyrsta keppnisleik í byrjunarliði fyrir meistaraflokkinn í kvöld, aðeins 14 ára gamall. 

Það var fínasta mæting á völlinn í vetrarverðinu en okkur taldist til að um 70 manns hafi verið mættar til að bera liðin augum í kvöld. Takk fyrir komuna. 

Í hinum leik B-riðils sigruðu Fjölnismenn Valsara á Origo-vellinum. 
Næsti leikur Leiknis í mótinu er gegn Sigga Höskulds og nýjum félögum hans á föstudaginn í næstu viku, klukkan 19:15 á Origo-vellinum. 

#StoltBreiðholts