Fara á efnissvæði
IS EN PL
Photo 22.10.2022, 14 52 27
Fréttir | 23.10.2022

Leiknir 1-7 Keflavík

Okkar menn kvöddu möguleika sína á sæti í Bestu deildinni að ári með alvöru skelli á Wurth-vellinum í gær, 1-7, þegar Keflvíkingar mættu í bæinn.

Það er ekki mikið um leikinn að segja annað en að um er að ræða afhroð liðs með sjálfstraustið í lágmarki gegn andstæðingi sem kom til leiks áhyggjulaus með leikgleðina að vopni og menn misstu tökin á leiknum snemma við þær aðstæður. 

Nú blasir við ný dögun í Breiðholtinu þar sem miklar breytingar eru framundan og óhætt að segja að það verði spennandi tími þó að allir hefðu viljað að vera okkar í efstu deild yrði framlengd um allavega eitt ár eins og stóð til. 

Síðasti leikur Leiknis í Bestu deildinni að þessu sinni er gegn Eyjamönnum á Valbjarnarvelli næsta laugardag. 

#StoltBreiðholts