Fara á efnissvæði
IS EN PL
Fréttir | 07.08.2025

Leiknir fer til Grindavíkur

Fyrsti leikurinn af þeim fimm sem Leiknir spilar í ágústmánuði fer fram á Stakkavíkurvellinum í Grindavík föstudaginn 8. ágúst. Elías Ingi Árnason verður á flautunni og setur leikinn af stað klukkan 19:15. Sem fyrr er hægt að versla sér miða á Stubbi, hér er tengill á miðasöluna, við hvetjum Leiknisfólk til að gera sér ferð til Grindavíkur og styðja okkar menn í þessum Lengjudeildarslag.

Leiknir tapaði 0:2 gegn Keflavík í síðustu umferð á meðan Grindavík tapaði með sömu markatölu gegn Þór á Akureyri. Leiknir er í 12. sæti deildarinnar með 10 stig og markatöluna 13:31 en Grindavík er í 8. sætinu með 14 stig og markatöluna 29:42. Síðast mættust þessi lið í Breiðholti í lok maí og höfðu gestirnir þá betur.

Adam Árni Róbertsson er markahæstur Grindvíkinga í deildinni í ár með 7 mörk í 12 leikjum. Breki Þór Hermannsson kemur þar á eftir með 6 mörk í 15 leikjum. Ármann Ingi Finnbogason hefur skorað 5 mörk og þeir Ingi Þór Sigurðsson og Sindri Þór Guðmundsson hafa báðir skorað 3 mörk. 

Leiknismegin hefur Dagur Ingi Hammer skorað sex mörk og Shkelzen Veseli þrjú. Fórir leikmenn hafa síðan skorað eitt mark hver.

Liðið fer nú inn í smá törn á næstu dögum þar sem leikið er föstudaginn 8. ágúst gegn Grindavík, miðvikudaginn 13. ágúst heima gegn Fylki og síðan sunnudaginn 17. ágúst á Húsavík gegn Völsungi. Þetta er mikilvægur tímapunktur í deildinni hjá Leikni og vonum við að sem flest Leiknisfólk sjái sér fært að mæta og styðja liðið.

 

Áfram Leiknir!