Fara á efnissvæði
IS EN PL
Loftur
Fréttir | 12.02.2021

Loftur Páll í Leikni

Varnarmaðurinn Loftur Páll Eiríksson hefur fengið félagaskipti í Leikni en hann hefur æft með liðinu í vetur. Hann lék í æfingaleiknum gegn KR á dögunum og stóð sig feikilega vel.

Loftur er 28 ára og er uppalinn hjá Tindastóli en hann hefur spilað með Þór síðan árið 2015. Á ferli sínum hefur Loftur skorað fimm mörk í 147 leikjum í næstefstu deild.

Í fyrra skoraði hann eitt mark í tuttugu leikjum með Þórsurum í Lengjudeildinni.

Loftur verður í leikmannahópnum hjá Leikni í kvöld gegn Breiðabliki í Lengjubikarnum.

Velkominn í Leikni Loftur!

Mynd: Hafliði Breiðfjörð/Fótbolti.net