Fara á efnissvæði
IS EN PL
Lokahof
Fréttir | 27.09.2023

LOKAHÓF 2023

Á laugardaginn næstkomandi ætlum við Leiknisfólk að gera okkur glaðan dag og kveðja skemmtilegt leiktímabil með því að skála, skeggræða og fagna þeim áföngum sem náðust í sumar á árlegu lokahófi félagsins.

Skemmtunin hefst 20:30 og verður niðurstaða í kosningu á besta leikmanni og þeim efnilegasta gerð ljós ásamt því að þjálfarateymið kynnir sína niðurstöðu úr klefanum. 

Hljómsveitin Sjúðann stígur á svið en Jói Núma er þar fremstur í flokki og þeir sem sáu þá rokka lokahóf KB um daginn eru ekkert minna spenntir að þessu sinni. 

Við skorum á allt Leiknisfólk að láta sjá sig og sýna strákunum okkar þakklæti fyrir skemmtilegt leiktímabil. Það eru bjart í Breiðholti þó skammdegið sé á næsta leyti. 

Viðburðurinn á Facebook

#StoltBreiðholts