Fara á efnissvæði
IS EN PL
Escobar
Fréttir | 24.04.2021

Manga Escobar kynntur til leiks - Viðtal

Fyrirhugað var að kynna Kólumbíumanninn okkar, Andrés 'Manga' Escobar, með formlegum hætti fyrr en raunin er og setja þá (Staðfest) svigann en þær áætlanir runnu út í sandinn vegna síðustu Covid fótboltastöðvunar.

En Manga er klár í slaginn og verður með okkur í sumar, hann hefur spilað undanfarna æfingaleiki. Hann er 29 ára vinstri kantmaður sem á að fylla skarð Vuk.

Manga hefur víða komið við á sínum ferli en hann hóf feril sinn í Deportivo Cali áður en Dynamo Kiev frá Úkraínu keypti leikmanninn. Hann hefur meðal annars spilað fyrir Vasco da Gama og var í yngri landsliðum Kólumbíu.

Spennandi verður að sjá hvernig hann nær að lita íslenska boltann. Guðný Sævinsdóttir stjórnarkona í Leikni tók viðtal við Manga og má sjá það hér að neðan: