Fara á efnissvæði
IS EN PL
Gunnarhauks
Fréttir | 27.12.2023

Minningarmót Gunnars Haukssonar á sínum stað

Eins og alltaf verður Áramótabolti Leiknis, minningamót Gunnars Haukssonar, haldið í Íþróttahúsinu við Austurberg 31. desember klukkan 12:00.

Það er hefðbundið fyrirkomulag á þessu hjá okkur. 12 lið, 3 inná í einu (hámark einn úr hverju liði má æfa með mfl.). Þátttökugjald er 2000 kr. á mann (hægt að Aura á staðnum) og sigurvegarar mótsins fá flugelda frá Leikni að verðmæti þáttökugjaldsins.

Skráningin fer fram í commentum neðan við fréttina á Facebooksíðu félagsins. Fyrstur kemur fyrstu fær.

Verðlaunaafhendingin mun fara fram í Leiknishúsinu strax að móti loknu og því er um að gera að nýta tækifærið og versla eins og einn flugeld af félaginu okkar í leiðinni.

Hlökkum til að sjá ykkur!

#StoltBreiðholts