Fara á efnissvæði
IS EN PL
DSC00129
Fréttir | 18.03.2021

Octavio Páez semur við Leikni

Leiknir hefur samið við sóknarmiðjumanninn Octavio Páez.

Octavio er 21 árs gamall og er fyrsti leikmaðurinn frá Venesúela sem kemur í íslenska boltann.

Þessi ungi leikmaður verður með okkur í Pepsi Max-deildinni í sumar. Hann hefur lokið sóttkví og var mættur hress og kátur í Leiknisheimilið í dag.

Octavio hefur spilað í heimalandinu, á Spáni og einnig í Króatíu.

Óhætt er að segja að spennandi verði að fylgjast með honum í Leiknistreyjunni.

Á eftir birtist glænýtt viðtal við nýjasta leikmann okkar!

Velkominn Octavio!