Fara á efnissvæði
IS EN PL
Binnihlo
Fréttir | 11.08.2021

Okkar menn í úrvalsliðum

Eftir sigurinn frábæra gegn Val voru þrír leikmenn okkar valdir í úrvalslið umferðarinnar af Fótbolta.net. Það voru Emil Berger, Daníel Finns Matthíasson og Manga Escobar. Siggi Höskulds var valinn þjálfari umferðarinnar.

Smelltu hér til að sjá úrvalsliðið

Þá var Manga valinn leikmaður umferðarinnar af .Net en hann er annar Leiknismaðurinn á tímabilinu til að hljóta þann heiður. Áður hafði Árni Elvar Árnason verið leikmaður umferðarinnar.

Smelltu hér til að sjá umfjöllunina um Manga

Þá voru Brynjar Hlöðversson og Manga í liði umferðarinnar hjá Morgunblaðinu.