Fara á efnissvæði
IS EN PL
Quental
Fréttir | 31.01.2023

Róbert Quental í U-18 æfingahópi

Róbert Quental Árnason hefur verið kallaður í U-18 ára æfingahóp Ólafs Inga Skúlasonar sem kemur saman í næstu viku.

Róbert er 17 ára sókndjarfur leikmaður sem spilar yfirleitt á kantinum fyrir 2. flokk en undir lok síðasta tímabils í Bestu deildinni fékk kappinn að spila í 6 leikjum með Meistaraflokki. 

Róbert var fyrir það á láni hjá Torino á Ítalíu. Það er klárt að þessi ungi leikmaður kemur til með að geta skapað sér stóran sess í ungu liði Vigfúsar og Donna í sumar og við fylgjumst að sjálfsögðu grannt með þróun mála hjá honum. 

#StoltBreiðholts

Heimild: Fotbolti.net