Fara á efnissvæði
IS EN PL
Quental
Fréttir | 20.08.2021

Róbert Quental í U17 landsliðinu

U17 karla mætir Finnlandi í tveimur vináttuleikjum í ágúst, en báðir leikirnir fara fram í Finnlandi.

Fyrri leikurinn fer fram 25. ágúst kl. 15:00 á Myyrmäki Football Stadium í Vantaa og sá síðari 27. ágúst kl. 11:00 á Mustapekka Arena í Helsinki.

Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppn EM 2022. Þar er Ísland í riðli með Ungverjalandi, Eistlandi og Georgíu, en leikið verður dagana 22.-28. október í Ungverjalandi.

Hér má sjá hópinn en við Leiknismenn eigum þar fulltrúa, Róbert Quental Árnason er í hópnum. Gleðiefni og verðskuldað.