Fara á efnissvæði
IS EN PL
Saevar (1)
Fréttir | 30.03.2021

Sævar Atli gengur í raðir Breiðabliks eftir tímabilið

Leiknir hefur gert samkomulag við Breiðablik um félagaskipti Sævars Atla Magnússonar. Félagaskipti Sævars í Breiðablik munu ganga í gegn eftir að keppnistímabilinu 2021 lýkur og mun Sævar því leika með Leikni út tímabilið.

Sævar Atli er fyrirliði Leiknis og var mikill áhugi á honum frá stærstu félögum landsins. Eftir að hafa fundað með nokkrum félögum valdi Sævar að ganga í raðir Breiðabliks.

„Nú er þetta búið. Nú er bara fókusinn á að bæta minn leik og spila með Leikni í sumar, uppeldisfélaginu mínu. Annað tímabil í efstu deild og þetta verður ógeðslega spennandi og krefjandi verkefni. Ég hef mikla trú á því að við gerum vel í sumar," sagði Sævar meðal annars í viðtali við Leiknir.com en viðtalið má sjá hér að neðan.