Fara á efnissvæði
IS EN PL
Gísli Og Egill
Fréttir | 21.03.2024

Samið við 2 efnilega

Gísli Alexander Ágústsson (f. 2006) og Egill Ingi Benediktsson (f. 2008) hafa skrifað undir sinn fyrsta samning við Leikni og gilda samningar þeirra út árið 2026. Leikmennirnir eru þeir fyrstu sem skrifa undir samning eftir að hafa verið valdir inn í hæfileikamótun félagsins. Félagið hefur verið í innri vinnu undanfarið til að skerpa á afreksstarfi félagsins og hefur sérstakur hæfileikamótunarhópur verið stofnaður þar sem efnilegasta knattspyrnufólk félagsins frá 3. flokki og uppúr er valið í. Umsjón með hæfileikamótun er afreksþjálfari félagsins sem starfar náið með afreksráði sem samanstendur af fólki sem hefur reynslu af þjálfun og þróun knattspyrnufólks. Með þessu er félagið að auka yfirsýn og utanumhald um það knattspyrnufólk sem skarar fram úr í félaginu og hefur alla burði til að verða mikilvægir leikmenn í framtíðinni fyrir félagið. Afreksráð fundar reglulega til að fjalla um þá leikmenn sem eru í hæfileikamótun og taka til athugunar hvort bæta þurfi við eða fækka í hópnum eins og við á hverju sinni. Stefnan er að leikmenn sem eru í hæfileikamótun hjá félaginu séu samningsbundnir því.