Fara á efnissvæði
IS EN PL
Leiknirr
Fréttir | 24.04.2021

Síðustu leikirnir fyrir mót eru að baki

Í dag, laugardaginn 24. apríl, lék Leiknir síðustu æfingaleiki sína fyrir mót en tveir leikir fóru fram á gervigrasvellinum okkar.

Fyrst var komið að leik gegn Vuk og félögum í FH en þar unnu FH-ingar 3-1 sigur. FH byrjaði betur en Leiknir vaknaði til lífsins og jafnaði í 1-1. Árni Elvar krækti í vítaspyrnu og Sævar Atli skoraði af punktinum.

Danni Finns átti sláarskot rétt áður en FH tók forystuna að nýju, gestirnir áttu svo lokaorðið.

Byrjunarlið Leiknis: Guy; Arnór, Dagur, Bjarki, Ósi; Emil, Daði, Árni; Manga, Danni, Sævar

Seinni leikurinn var svo nokkurs konar B-liðs leikur, gegn ÍA. Þar enduðu leikar 1-1 en Loftur Páll Eiríksson jafnaði fyrir okkar menn.

Alvaran hefst svo næsta laugardag gegn Stjörnunni, Pepsi Max-deildin. Fyrirspurnir hafa borist um möguleika á miðakaupum á þann leik en upplýsingar ættu að berast á næstu dögum.