Fara á efnissvæði
IS EN PL
Domusnova
Fréttir | 19.04.2021

Sjálfboðaliðar óskast í sumar

Kæra Leiknisfjölskylda,
Eins og flestum er kunnugt um mun meistaraflokkur Leiknis spila í Pepsi Max deild karla sumarið 2021 í annað skiptið í sögu félagsins.
Skrefið úr næst efstu deild upp í þá efstu er stórt, bæði innan vallar sem utan og er það okkur mikið kappsmál að umgjörðin í kringum liðið sé eins og best verður á kosið.
Sjálfboðaliðastörf eru okkur gríðarlega mikilvæg og biðlum við nú til stuðningsmanna og velunnara félagsins að hjálpa okkur við þá umgjörð sem við viljum hafa í kringum heimaleiki liðsins í sumar. Verkefnin eru margvísleg en á sama tíma áreynslulaus. Margar hendur gera létt verk.
Ef þú hefur áhuga á að hjálpa okkur að gera sumarið 2021 að eftirminnilegu sumri viljum endilega að þú smellir á þennan link og skráir þig í hópinn.

Áfram Leiknir