Fara á efnissvæði
IS EN PL
Leiknirhomefront
Fréttir | 11.05.2023

Sjóvá styrkir Leikni

Sjóvá og Leiknir hafa undirritað samning til þriggja keppnistímabila og verður Sjóvá styrktaraðili félagsins. Merki Sjóvá mun prýða nýjan keppnisbúning Leiknis. Markmið Sjóvá með samstarfinu er að styðja við uppeldisstarf í íþróttafélaginu Leikni og aðstoða félagið þannig að allir geti stundað íþróttir óháð efnahag.

Jóhann Þórsson markaðsstjóri Sjóvár: ,,Við tökum hlutverki okkar alvarlega þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð og stuðningur við Leikni er góður kostur fyrir fyrirtækið. Starfsemi Leiknis er afar mikilvæg í Breiðholti og Sjóvá vill leggja því starfi lið.“

Oscar Clausen formaður Leiknis: ,,Það eru góð tíðindi fyrir Breiðholtið að Íþróttafélagið Leiknir njóti stuðnings stórs íslensks fyrirtækis. Sjóvá tók vel á móti Leikni og þriggja ára samningur aðila er einkar jákvæð niðurstaða sem styrkir stoðir Leiknis.“

#StoltBreiðholts