Fara á efnissvæði
IS EN PL
Davidogfreysi
Fréttir | 10.05.2023

Sögustund með Davíð Snorra og Freysa á föstudagskvöld

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands og einn dáðasti sonur Leiknis, verður með sögustund fyrir leikinn gegn Selfossi á föstudagskvöld. Hann ætlar að fara yfir gullaldarárin sem hann og Freysi stýrðu meistaraflokki 2014 og 2015. Gegnum tæknina verður Freysi líka með okkur í félgasheimilinu þegar kafað verður djúpt í hvernig strákarnir afrekuðu það að koma litla félaginu okkar í efstu deild íslenskrar knattspyrnu í fyrsta sinn.

Þessir menn krefjast stundvísi og því er um að gera að mæta tímanlega í hús til að hlusta og spyrja hann spjörunum úr. 17:30 hefst gleðin! Þetta er yfirferð sem enginn sannur Leiknismaður getur leyft sér að láta framhjá sér fara. 

Ársmiðar verða til sölu á staðnum auk þess sem hægt verður að máta Errea treyjustærðir fyrir þá sem hafa hug á að festa kaup á stórglæsilegri afmælistreyju félagsins sem verður framleidd í afar takmörkuðu upplagi og aðeins einni umferð. Þess má geta að ársmiðahafar munu fá forgang á kaupum á þeim treyjum. Meira um það síðar. 

#StoltBreiðholts