Fara á efnissvæði
IS EN PL
429106596 1079939986555102 2907123517875458428 N
Fréttir | 18.02.2024

Stórsigur á Dalvík um helgina

Lengjubikarinn er kominn á fullt og um helgina gerðu okkar menn góða ferð norður á land og sigruðu Dalvík/Reyni, sem eru á leið inni í Lengjudeildina í sumar, með 5 mörkum gegn engu. 

Omar Sowe var á eldi og skoraði 4 markana en Sindri Björns setti hitt. Ungir og spennandi leikmenn eins og Karan Gurung, Egill Ingi Benediktsson og Shkelzen Veseli fengu mínútur af bekknum og þetta var í heildina stórskemmtileg ferð norður í blíðskapar köldu vetrarveðri. 

Heimamenn tóku höfðinglega á móti okkur og það var fagnað vel á heimleið enda skemmtilegt æfingatímabil í gangi og spennandi sumar framundan. Í síðustu viku náðu okkar menn í 3-3 jafntefli í Víkinni gegn Íslandsmeisturunum í fyrsta leik Lengjubikarsins. 

Næsti leikur er gegn sterku liði Aftureldingar á föstudagskvöld í Mosó. Ekki amaleg leið til að byrja helgina þar. 

#StoltBreiðholts