Fara á efnissvæði
IS EN PL
Photo 15.10.2022, 14 08 00
Fréttir | 26.10.2022

Stuðningsmannakosning á Leikmanni Ársins 2022

Það er komið að hinum árvissa viðburði sem er kosning á Leikmanni Ársins í röðum meistaraflokks Leiknis að mati stuðningsmanna. Stóri bikarinn í félaginu. Kosning er hafin og stendur til 12:00 á hádegi á laugardag en um kvöldið komum við saman og slúttum þessu lærdómsríka keppnistímabili með jákvæðni og þakklæti í huga fyrir þann tíma sem er að baki og fögnum því að það er tímabil eftir þetta tímabil með nýjum áherslum og stórafmæli í ofanálag.

SMELLTU HÉR OG KLÁRAÐU MÁLIÐ SNÖGGVAST! 

Svo sjáumst við á laugardagskvöldið í Leiknishúsi klukkan 20:00. 

#StoltBreiðholts