Fara á efnissvæði
IS EN PL
Photo 15.8.2021, 18 25 08
Fréttir | 16.08.2021

Svekktir í dag en áfram gakk

Fyrirsögnin er tilvísun í orð Sigga Höskulds í viðtali eftir tapleikinn gegn FH í gær. Okkar menn fengu skell, 5-0.

Leiknir var betra liðið stóran hluta fyrri hálfleiks en fékk vítaspyrnu á sig í lok hálfleiksins og FH leiddi með einu marki í hálfleik. Eftir hlé voru okkar menn full gjafmildir og fengu á sig fjögur mörk til viðbótar.

Hér má sjá myndaveislu Hauks Gunnarssonar frá leiknum.

Þökkum FH fyrir leikinn og horfum til næsta leiks, heimaleiks gegn HK á mánudaginn 23. ágúst. Sjáumst þar!