Fara á efnissvæði
IS EN PL
Dalvikreynirleiknir2024
Fréttir | 30.06.2024

Þriðji sigurinn á átta dögum

Dalvík/Reynir 0:1 Leiknir

Dalvíkurvöllur, sunnudaginn 30. júní 2024.

10. umferð í Lengjudeildinni. Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson.

Mark Leiknis:

59' - Omar Sowe (víti)

 

Það er skrið á okkar mönnum þessa dagana og nú er svo komið að einungis tvö lið í Lengjudeildinni hafa unnið fleiri leiki en Leiknir. Frammistaðan var flott á Dalvík, Leiknir skapaði sér mörg góð færi, skoraði eina mark leiksins og varðist heilt yfir mjög vel. Þessir þrír leikir undir stjórn Óla Hrannars hafa komið liðinu í fína stöðu í deildinni í 7. sæti og það er nóg til að byggja á innan vallar fyrir restina af tímabilinu. Næsta verkefni er annar öflugur útivöllur þegar Leiknir heldur til Vestmannaeyja um helgina.

Leiknir átti fínar tilraunir í fyrri hálfleik, Shkelzen Veseli átti m.a.s skot bæði í slá og stöng en boltinn vildi ekki inn og það var markalaust í hálfleik. Hann náði þó að sækja vítaspyrnu eftir tæpan klukkutíma af leiknum þegar hann var að vinna í því að koma sér í gott skotfæri innan teigs en varnarmaður Dalvíkur/Reynis braut á honum. Omar Sowe steig á punktinn og skoraði mjög örugglega. Bæði lið hefðu getað bætt við mörkum eftir það en Leiknir landaði sigrinum og tók aftur þrjú stig með sér að norðan.

Næsti leikur Leiknis er gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á laugardag klukkan 15:15.

 

Leikurinn í heild sinni á YouTube-rás Lengjudeildarinnar

Umfjöllun um leikinn á Fótbolta.net

Viðtal við Ólaf Hrannar eftir leik

Shkelzen og Róbert Quental í liði umferðarinnar

 

Byrjunarlið Leiknis gegn Dalvík/Reyni:

1 - Viktor Freyr Sigurðsson

5 - Daði Bærings Halldórsson (fyrirliði)

6 - Andi Hoti

7 - Róbert Quental Árnason

8 - Sindri Björnsson

10 - Shkelzen Veseli

19 - Jón Hrafn Barkarson

20 - Hjalti Sigurðsson

23 - Arnór Ingi Kristinsson

44 - Aron Einarsson

67 - Omar Sowe

 

Varamenn:

18 - Marko Zivkovic (inn á 79' fyrir Arnór Inga)

22 - Þorsteinn Emil Jónsson (inn á 88' fyrir Jón Hrafn)

92 - Sigurður Gunnar Jónsson (inn á 90'+4 fyrir Shkelzen)

 

Mynd: skjáskot úr YouTube-útsending Lengjudeildarinnar