Fara á efnissvæði
IS EN PL
Osi
Fréttir | 22.06.2021

Þriðji tapleikurinn í röð

Keflavík 1 - 0 Leiknir
1-0 Joey Gibbs ('6)

Leiknir hefur sigið niður í 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar en okkar menn töpuðu sínum þriðja deildarleik í röð í nýliðaslag gegn Keflavík á sunnudagskvöld. Eina mark leiksins kom eftir hornspyrnu snemma leiks.

Okkar menn voru lengi í gang sóknarlega en sköpuðu sér góð færi á lokasprettinum sem því miður nýttust ekki.

Loftur Páll Eiríksson spilaði sinn fyrsta leik í Íslandsmóti fyrir Leikni en hann var við hlið Brynjars Hlöðverssonar í hjarta varnarinnar. Hér má sjá skýrslu leiksins af vef KSÍ.

Næsti deildarleikur er gegn Víkingi á Domusnova-vellinum næsta mánudagskvöld. Smelltu hér til að sjá stöðuna í deildinni og leikjaplanið.

Hér má sjá viðtal við Sævar Atla sem tekið var eftir leik.