Fara á efnissvæði
IS EN PL
U19
Fréttir | 19.03.2021

Þrír í landsliðshópi U19

Shkelzen Veseli, Davíð Júlían og Andi Hoti hafa allir verið valdir til æfinga með U19 landsliði Íslands.

Þessir efnilegu leikmenn hafa verið að taka miklum og spennandi framförum en þeir hafa allir æft og spilað með meistaraflokki okkar núna á undirbúningstímabilinu.

Leiknisfólk er alltaf stolt þegar okkar fulltrúar eru valdir í verkefni fyrir hönd Íslands og það verður að teljast afskaplega jákvætt að eiga alls þrjá leikmenn í þessum öfluga hópi!