Fara á efnissvæði
IS EN PL
Ksíviðurkenning
Fréttir | 26.02.2024

Viðurkenning KSÍ fyrir grasrótarverkefni ársins!

Leiknir hlaut á dögunum viðurkenninguna "Grasrótarverkefni ársins" frá KSÍ fyrir verkefnið að endurvekja kvennaknattspyrnu hjá félaginu. 
Þetta er virkilega ánægjulegt og mikil hvatning fyrir öll sem komið hafa að þessu verðuga og mikilvæga verkefni. 
Til hamingju með árangurinn kæru foreldrar sem hafið stutt ykkar stelpur í fótboltanum hjá Leikni og fyrir ykkar sjálfboðaliðastarf í þágu málefnisins!
Einnig ber að þakka þjálfurum fyrir þeirra flotta starf, stelpunum sjálfum fyrir seiglu ákveðni og þeim sjálfboðaliðum sem komið hafa að verkefninu.