Fara á efnissvæði
IS EN PL
Screenshot 20220727 210721 Photos (1)
Fréttir | 28.07.2022

Vigfús inn í þjálfarateymi Sigga

Heiðurhallarmeðlimurinn og Leiknisgoðsögnin Vigfús Arnar Jósepsson er mættur í klefann á ný. Í þetta sinn í teyminu hans Sigga okkar.

Vigfús tekur við aðstoðarþjálfarakeflinu af Hlyni Helga Arngrímssyni sem hverfur nú frá vegna anna en hann á líka von á sínu öðru barni á næstunni. Hlynur hefur fylgt Sigga eftir frá upphafi og þökkum við þessum sanna Leiknismanni að sjálfsögðu fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og bjóðum hann velkominn aftur í starfið ef og þegar hann er tilbúinn á ný. 

Vigfús þekkja flestir Leiknismenn en hann var einmitt vígður í heiðurshöll félagsins fyrr í sumar og í Ljónavarpsspjalli í kjölfarið kom fram að þjálfun var farin að kitla þennan mikla meistara á ný mun hann nú leggja sitt lóð á vogarskálina til að hjálpa Sigga og strákunum í baráttunni blóðugu sem framundan er. 

Velkominn aftur í starfið Fúsi. 

#StoltBreiðholts