Fara á efnissvæði
IS EN PL
Leiknir 01
Fréttir | 06.06.2024

Vigfús lætur af störfum

Vigfús Arnar Jósepsson þjálfari meistaraflokks Leiknis hefur óskað eftir að láta af störfum og hefur stjórn félagsins samþykkt það. Vigfús hefur stjórnað meistaraflokki félagsins síðan í nóvember 2022. Hann var einnig þjálfari meistaraflokks 2018 um skeið en áður gerði Vigfús garðinn frægan sem leikmaður félagsins og er hann einn af leikjahæstu leikmönnum félagsins í sögunni. Vigfúsi eru þökkuð góð og metnaðarfull störf fyrir Leikni en allt hans starf hefur borið þess vitni að hann er mikill og sannur Leiknismaður. Leiknir óskar Vigfúsi velfarnaðar í framtíðinni.